Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Útibú höfuðborgarsvæðisins loka vegna samkomutakmarkana

Viðskiptavinir eru beðnir um að nýta sér stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu. 


Frá og með mánudeginum 17. janúar verða útibú höfuðborgarsvæðisins lokuð vegna tímabundna takmarkana vegna Covid-19. Tekið verður á móti viðskiptavinum sem bóka sér tíma á vefnum. Viðskiptavinir eru beðnir um að nýta sér stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu. 

Hægt er að nýta sér netspjall bankans eða hafa samband í 440-4000. Eldri borgarar, sem ekki hafa tök á að nýta sér appið eða netbanka, er velkomið að hringja í 440-3737 fyrir alla helstu bankaþjónustu.