Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Útboð á sértryggðum skuldabréfum 2. desember

Íslandsbanki hf. verður með lokað útboð á sértryggðum skuldabréfum fimmtudaginn 2. desember 2021.


Íslandsbanki hf. verður með lokað útboð á sértryggðum skuldabréfum fimmtudaginn 2. desember 2021.

Boðnir verða út flokkarnir ISB CB 27 og ISB CBI 28.

Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur flokksins ISB CBI 22 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð á ISB CBI 22 er fyrirfram ákveðið og er hreint verð 103,340.

Bankinn áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna tilboðum að hluta til eða öllu leyti.

Áætlaður uppgjörsdagur viðskipta er 9. desember 2021.

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 2. desember 2021.

Nánari upplýsingar


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl