Íslandsbanki hf. verður með útboð á sértryggðum skuldabréfum fimmtudaginn 12. september 2019.
Boðnir verða út óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 21 og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 28.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 19. september 2019.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 12. september 2019.