Tilkynning varðandi hlutafjárútboð Íslandsbanka
Til að fá aðgang að gögnum þarftu að velja land og samþykkja skilmála
Veldu land
Tilkynning varðandi hlutafjárútboð Íslandsbanka: Leiðbeinandi verð
Reykjavík, 14. júní 2021.
Vísað er til tilkynningar Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanka hf., um útgáfu lýsingar og leiðbeinandi verðbil í hlutafjárútboði Íslandsbanka þann 7. júní 2021 og tilkynningu er varða upplýsingar um stöðu tilboðsbókar þann sama dag.
Bankasýsla ríkisins tilkynnir hér með að umsjónaraðilar útboðsins hafa ráðlagt leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið sem nemur 79 kr. á hvern hlut. Líkur eru fyrir því að lægri tilboð verði ekki samþykkt.
Áætlað er að útboðinu ljúki kl. 12:00, þriðjudaginn 15. júní 2021.