Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Upp úr öldudalnum - Lítil og meðalstór fyrirtæki

Reykjavík Economics hefur unnið skýrslu fyrir Íslandsbanka þar sem kastljósinu er varpað á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi


Sækja skýrslu (PDF)

Lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) eru hryggjarstykki raunhagkerfisins jafnt á Íslandi sem og öðrum löndum. Í nýrri skýrslu Reykjavík Economics, sem unnin var fyrir Íslandsbanka, er rýnt ítarlega í rekstur þeirra og stöðu sem og framlag þeirra til hagkerfisins.

Greiningin er unnin út frá reikningum 20 þúsund fyrirtækja sem 2021 féllu undir skilgreiningu Reykjavik Economics á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það eru tæp 60 prósent viðskiptahagkerfisins sem það ár taldi um 35 þúsund fyrirtæki.

Meðal þess sem lesa má um í skýrslunni er:

  • Hlutdeild almenna vinnumarkaðarins á Íslandi
  • Mikilvægi LMF í hagkerfinu
  • Afkoma og rekstur LMF eftir atvinnugreinum
  • Nýsköpun, rannsóknir og þróun og ris hugverkaiðnaðarins
  • Hringrásarhagkerfið og LMF
  • Samanburður á skattaumhverfi LMF hér á landi og í útlöndum
  • Staða kvenna í atvinnulífinu
  • Aðgerðir vegna COVID-19
  • Áhrif verðbólgu og hækkandi vaxta

Sækja skýrslu