Þjóðhagsspá Íslandsbanka: Stígandi eftir snertilendingu

Greining Íslandsbanka spáir fyrir um þróun efnahagsmála árin 2025-2027


Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hagvöxtur mælist 1,9% á þessu ári. Vaxandi einkaneysla á drýgstan þátt í þeim vexti en einnig er myndarlegur fjárfestingarvöxtur og hóflegur vöxtur útflutnings sem leggja sitt á vogaskálarnar. Næstu tvö ár eru horfur á að jafnt og þétt bætist í vöxtinn og teljum við að hagvöxtur verði 2,3% árið 2026 og 2,9% árið 2027. Það má því segja að stígandi sé í hagkerfinu eftir snertilendingu.

Þótt framleiðsluspenna minnki jafnt og þétt í hagkerfinu og vinnumarkaður sé að ná betra jafnvægi er útlit fyrir nokkuð þráláta verðbólgu. Þrátt fyrir það mun skapast svigrúm fyrir nokkra lækkun stýrivaxta þegar fram líða stundir.

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur – Spáð er 1,9% hagvexti árið 2025, 2,3% árið 2026 og 2,9% árið 2027. Neysla og útflutningur knýja stigvaxandi hagvöxt á spátímanum

  • Utanríkisviðskipti – 2,0% viðskiptahalli árið 2025 og jafnvægi á utanríkisviðskiptum árin 2026 og 2027

  • Vinnumarkaður – Tímabundinn slaki á vinnumarkaði en laun hækka talsvert. Atvinnuleysi 3,9% að jafnaði árið 2025, 3,7% árið 2026 og 3,5% árið 2027. Laun hækka um 7,7% í ár og 5,0% seinni tvö ár spátímans

  • Verðbólga – Verðbólga heldur áfram að hjaðna en mun hægar. 3,9% verðbólga að jafnaði í ár og 3,5% bæði árin 2026 og 2027

  • Vextir – Hægari lækkun stýrivaxta framundan samhliða hægari hjöðnun verðbólgu. Stýrivextir verði 7,0% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á lokaári spátímans

  • Krónan – Batnandi utanríkisviðskipti og vaxtamunur styðja við gengi krónu næsta kastið. Líkur á veikingu krónu aukast jafnt og þétt þegar líða tekur á spátímann

Póstlisti Greiningar

Ekki missa af greiningum okkar á því helsta sem snertir efnahagslífið og skráðu þig á póstlistann okkar!

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur í Greiningu


Hafa samband

Birk­ir Thor Björns­son

Hagfræðingur


Senda tölvupóst