Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka - Hvert fór kreppan?

Uppsveiflan sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf undanfarin ár er á enda í bili. Góðar líkur eru þó á að aðlögun hagkerfisins að breyttum tímum verði léttbærari en oft áður í íslenskri hagsögu. Hagkerfið kemst þó líklega ekki á fullan skrið að nýju fyrr en árið 2021.


Útlit er fyrir 0,1% samdrátt VLF á árinu 2019. Raunar er nær lagi að segja að hagvöxtur verði við núllið þar sem ofangreind tala er talsvert innan skekkjumarka frá núlli. Snarpur samdráttur í fjármunamyndun atvinnuvega og þjónustuútflutningi vegur þar upp vöxt neyslu og mikinn samdrátt innflutnings.
Á næsta ári gerum við ráð fyrir fremur hægum vexti, eða 1,3%, drifnum af hóflegum vexti innlendrar eftirspurnar. Meiri kraftur færist svo í vöxtinn árið 2021 að mati okkar en þá spáum við 2,8% vexti eftir því sem meiri þróttur færist í einkaneyslu og útflutning á nýjan leik.

Stiklað á stóru

Hjól hagkerfisins snúast hægar næsta kastið. 0,1% samdráttur VLF í ár, en 1,3% vöxtur árið 2020 og 2,8% vöxtur árið 2021.

  • Sveiflur í útflutningi skýra sveifluna að miklum hluta.
  • Útflutningur dregst saman um 6,0% í ár en vex um 1,1% árið 2020.
  • Áfram afgangur af utanríkisviðskiptum. 3,5% af VLF í ár en 2,4% af VLF árið 2020.
  • Verðbólga skapleg á komandi misserum 3,1% á þessu ári en 2,6% árið 2020.
  • Hægir tímabundið á vexti kaupmáttar launa. 1,8% í ár en 1,9% árið 2020.
  • Atvinnuleysi eykst á komandi misserum. 3,6% í ár og 4,2% á árinu 2020.

Þjóðhagsspá Greiningar má sjá í heild hér.

Fjármálaþing 2019 - Hvert fór kreppan?


Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka fer yfir þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka á Fjármálaþingi 2019.

Fjármálaþing 2019 - Pallborðsumræður


Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, ræða við Eddu Hermannsdóttur, forstöðumann Markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka um hagræðingaraðgerðir.

Höfundar


Jón Bjarki Bents­son

Aðalhagfræðingur


Senda póst

Berg­þóra Bald­urs­dótt­ir

Sérfræðingur í Greiningu


Senda póst