Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2022-2024: Efnahagur í aðlögun

Greining Íslandsbanka spáir fyrir um þróun efnahagsmála 2022-2024


Íslenskur efnahagur hefur rétt myndarlega úr kútnum eftir stutt en skarpt samdráttarskeið í byrjun áratugarins og þenslumerki eru víða í hagkerfinu. Spáð er ríflega 7% hagvexti á yfirstandandi ári þar sem útflutningur tekur jafnt og þétt við af innlendri eftirspurn sem helsti vaxtarbroddurinn. Næstu tvö ár eru horfur á mun hægari vexti þar sem útflutningur er áfram í lykilhlutverki. Þar vegur fjölgun ferðamanna þungt ásamt útflutningi hugverka, auknu fiskeldi og myndarlegum útflutningi á uppsjávarfiski. 

Verðbólga hefur náð hámarki og lætur undan síga á spátímanum með hægari hækkun íbúðaverðs og stöðugara innflutningsverðlagi. Talsverð spenna verður þó áfram á vinnumarkaði og horfur eru á að kaupmáttur launa taki að vaxa á ný strax á næsta ári. Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans en útlit er þó fyrir að stýrivextir nái hámarki í 6% á þessu ári og taki að hjaðna á ný þegar líður á næsta ár.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 7,3% hagvexti árið 2022, 2,2% 2023 og 2,4% 2024.

  • Utanríkisviðskipti - Viðskiptahalli nemi 1,5% af landsframleiðslu í ár en 1% afgangur verði 2023 og 2,4% 2024.

  • Verðbólga - Verðbólga hafi toppað í júlí og fari hjaðnandi. Verði meðaltali 6,3% árið 2023 og 3,9% 2024.

  • Vinnumarkaður - 3,8% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 3,2% 2023 og 3,6% 2024.

  • Vextir - Stýrivextir fari í 6% fyrir árslok. Verði í grennd við 4,5% við lok spátímans.

  • Krónan - Krónan verði um 6% sterkari við lok spátímans en í lok ágúst 2022.

Póstlisti Greiningar

Ekki missa af greiningum okkar á því helsta sem snertir efnahagslífið og skráðu þig á póstlistann okkar!

Það helsta


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur, og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, fara yfir það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar.

  • Landsframleiðsla00:31
  • Ferðaþjónusta01:35
  • Utanríkisviðskipti02:17
  • Innlend eftirspurn04:30
  • Fjármunamyndun05:14
  • Íbúðamarkaðurinn06:36
  • Atvinnuleysi08:02
  • Einkaneysla09:21
  • Krónan10:19
  • Verðbólga12:05
  • Stýrivextir13:16
  • Samantekt15:00

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur


Hafa samband