Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2021-2023: Flugtak eftir faraldur

Greining Íslandsbanka spáir fyrir um þróun efnahagsmála 2021-2023


COVID-19 faraldurinn hefur sett mark sitt á árið 2021 á heimsvísu í meiri mæli en margir vonuðu. Íslenska hagkerfið hefur þrátt fyrir það snúið við blaðinu og er farið að vaxa á nýjan leik eftir 6,5% samdrátt á síðasta ári.

Einkaneysla og fjárfesting hefur tekið allhratt við sér undanfarið og endurspeglast það m.a. í áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og tímabundnum viðskiptahalla ásamt þrálátari verðbólgu og hraðari hækkun stýrivaxta en við væntum áður.

Sem fyrr er útlit fyrir myndarlegan vöxt, styrkingu krónu, hjaðnandi verðbólgu, betra jafnvægi á íbúðamarkaði og afgang af utanríkisviðskiptum þegar fram í sækir. Hagvöxtur mælist 4,2% á árinu, 3,6% á því næsta og 3,0% árið 2023.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 4,2% hagvexti árið 2021, 3,6% 2022 og 3,0% 2023.

  • Utanríkisviðskipti - Reiknað er með að viðskiptahalli verði 1,4% af VLF árið 2021, 2% afgangur verði 2022 og 3% 2023.

  • Verðbólga - 4,4% verðbólga að meðaltali árið 2021, 3,0% 2022 og 2,5% 2023.

  • Vinnumarkaður - 7,6% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 4,3% 2022 og 3,7% 2023.

  • Vextir - Stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verð komnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023.

  • Krónan - Spáð er 3,6% styrkingu árið 2021, 5,1% 2022 og 0,9% 2023.

Póstlisti Greiningar

Ekki missa af greiningum okkar á því helsta sem snertir efnahagslífið og skráðu þig á póstlistann okkar!

Það helsta


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur, og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, fara yfir það það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar.

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur


Hafa samband