Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka - Rösk viðspyrna eftir tímabundið áfall

Horfur eru á 8,6% samdrætti árið 2020 en fari svo að bóluefni verði komið almenna dreifingu fyrir sumarið 2021 má vænta röskrar viðspyrnu


Svo virðist sem fyrstu áhrif COVID-19 faraldursins á íslenskan efnahag séu ívið minni en á horfðist í vor en þó stefnir í mikinn samdrátt á árinu. Greining Íslandsbanka spáir 8,6% samdrætti þetta árið en kröftugri viðspyrnu á því næsta (3,1% hagvexti) og 2022 (4,7% hagvexti).

Slíkur efnahagsbati veltur á því hve hratt faraldurinn gengur niður og bóluefni kemst í almenna dreifingu. Í því samhengi er mikilvægt að ferðamannasumarið 2021 gangi vel.

Fjölmargar stoðir íslensks hagkerfis eru sterkar þrátt fyrir áfallið og ástæða til bjartsýni á framtíðina.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér.

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 8,6% samdrætti 2020, 3,1% hagvexti 2021 og 4,7% hagvexti 2022.

  • Utanríkisviðskipti - Útflutningur vöru og þjónustu minnkar um 27,2% á árinu og innflutningur um 16,3%. Viðskiptahalli nemur 1,1% af landsframleiðslu en afgangur verður á næsta ári.

  • Verðbólga - 2,7% verðbólga að meðaltali árin 2020 og 2021 en 1,9% 2022.

  • Vinnumarkaður - 7,8% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 7,6% 2021 og 4,7% 2022.

  • Vextir - Stýrivextir verða óbreyttir í 1,0% fram á næsta ár en hækka hægt og bítandi samhliða efnahagsbata. Langtímavextir áfram lægri en undanfarna áratugi.

  • Krónan - Þegar rofar til hjá útflutningsgreinum eru líkur á nokkurri styrkingu krónunnar.

Það helsta


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, fer yfir það það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Senda tölvupóst

Tryggvi Snær Guðmundsson

Hagfræðingur


Senda tölvupóst