Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka - Djúpt en vonandi stutt samdráttarskeið

Horfur eru á 9,2% samdrætti árið 2020 en þróun COVID-faraldursins og viðbragða við honum á seinni árshelmingi ræður úrslitum um batann.


Góðu heilli voru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar þegar COVID-áfallið reið yfir. Lærdómur hefur verið dreginn af fyrri mistökum og fjölmargar ástæður eru til bjartsýni á framtíðina.

Árið 2020 verður þó afar erfitt og spáir Greining 9,2% samdrætti á árinu. Hversu hratt faraldurinn gengur niður er lykilforsenda fyrir því hversu hraður efnahagsbatinn verður. Verði faraldurinn í rénun eftir mitt ár eru góðar horfur á myndarlegum hagvexti á seinni tveimur árum spátímans.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér.

Það helsta úr þjóðhagsspá Greiningar


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, ræða helstu niðurstöður þjóðhagsspárinnar.

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 9,2% samdrætti 2020, 4,7% hagvexti 2021 og 4,5% hagvexti 2022.

  • Utanríkisviðskipti - Útflutningur vöru og þjónustu minnkar um 22,8% á árinu og innflutningur um 14,9%. Viðskiptahalli nemur 1,2% af landsframleiðslu en afgangur verður á næsta ári.

  • Verðbólga - 2,2% verðbólga að meðaltali 2020. 2,1% 2021 og 2,3% 2022.

  • Vinnumarkaður - 9,6% meðaltalsatvinnuleysi 2020. 5,8% 2021 og 3,8% 2022.

  • Vextir - Stýrivextir verða komnir í 0,75% fyrir lok þriðja ársfjórðungs 2020. Vaxtahækkanir hefjast að nýju 2021.

  • Framtíðin - Erlend staða þjóðarbúsins er sterk, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styður við krónuna og hið opinbera hefur svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Fjölmargar ástæður eru því til bjartsýni á framtíðina.

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Senda tölvupóst

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur


Senda tölvupóst