Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Stelpur og tækni

Í síðustu viku fékk Íslandsbanki 40 stelpur úr 9. bekk í Langholtsskóla í heimsókn


Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum með verkefninu Stelpur og tækni. Hluti af því verkefni er að kíkja í heimsókn til tæknifyrirtækja og kynnast þar fjölbreyttum störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Íslandsbanki tók vel á móti stelpunum úr 9. bekk í Langholtsskóla og kynnti þeim fyrir þeim fjölbreyttu störfum sem bjóðast á upplýsingatæknisviði bankans. Að lokum fengu þær tækifæri til að hakka sig inní gervi banka.

Stelpurnar voru áhugasamar og leystu öll verkefni vel og örugglega.

Verkefnið er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.