Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Spáum 0,4% hækkun neysluverðs í apríl

Við spáum því að VNV muni hækka um 0,4% í apríl frá mánuðinum á undan. Miðað við þá spá verður 12 mánaða verðbólga 3,3% en var 2,9% í mars.


Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja verðbólguspá.

Helstu atriði

  • Spáum 0,4% hækkun VNV í apríl

  • Verðbólga eykst úr 2,9% í 3,3%

  • Páskakúfur í flugfargjöldum til hækkunar

  • Reiknuð húsaleiga lækkar

  • Verðbólguhorfur hafa batnað nokkuð

  • 2,9% verðbólga yfir árið 2019 en 2,8% verðbólga yfir árið 2020

Við spáum því að VNV muni hækka um 0,4% í apríl frá mánuðinum á undan. Miðað við þá spá verður 12 mánaða verðbólga 3,3% en var 2,9% í mars. Verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa batnað nokkuð frá síðustu spá vegna hagfelldara útlits um launaþróun í ár og horfa um hægari hækkun íbúðaverðs en við væntum áður. Útlit er fyrir að verðbólga verði 3,4% að jafnaði á öðrum fjórðungi ársins en hjaðni í kjölfarið. Við spáum 2,9% verðbólgu í árslok 2019 og 2,8% verðbólgu í lok árs 2020.

Verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka

Höfundar


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Sérfræðingur


Hafa samband