Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Sparað fyrir barneignum

Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði.


Ástæðan er þak á orlofsgreiðslum og ekkert mótframlag í séreignarsparnað. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fræðslufundi Íslandsbanka um barneignir og fjármál í dag.

Á fundinum verður fjallað um hvernig sparað er fyrir lækkandi tekjum og hinum ýmsu kostnaðarliðum sem fylgja fjölgun í fjölskyldunni. Einnig verður vandlega verður farið yfir greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarstyrki, orlofsgreiðslur auk niðurgreiðslu tæknifrjóvgunar, ættleiðinga og dagforeldravistar.

Fundurinn hefst kl. 17:00 og verður haldinn á 9. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni við Smáralind.