Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P Global Rat­ings stað­fest­ir láns­hæf­is­mat Íslandsbanka BBB/A-2 með stöð­ug­um horf­um

Alþjóðlega lánshæfisbmatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Alþjóðlega lánshæfisbmatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka BBB/A-2 með stöðugum horfum.

Í rökstuðningi sínum telur S&P að íslenskar fjármálastofnanir standi enn frammi fyrir áhættu vegna umtalsverðrar hækkunar húsæðisverðs, og hættu á að markaðurinn leiðrétti sig hratt með neikvæðum áhrifum á bankana. Hinsvegar bendir S&P á að áframhaldandi bati ferðaþjónustunnar muni vænka hag fyrirtækja.

S&P gerir einnig ráð fyrir áframhaldandi sterkri eiginfjárstöðu íslensku bankanna og traustri arðsemi sem geti vegið upp á móti aukinni virðisrýrnun húsnæðislána í kjölfar lækkunar húsnæðisverðs. Einnig er bent á að samkeppni við lífeyrissjóðina á húsnæðislánamarkaði hafi dvínað þar sem markaðshlutdeild þeirra hefur minnkað úr 30% í 20% á tveimur árum, en muni aukast lítillega á komandi tveimur árum vegna hækkandi vaxtaumhverfis.

Í tilkynningu S&P kemur fram að lánshæfismatsfyrirtækið geti lækkað lánshæfismatseinkunn íslensku bankanna ef kæmi til snöggrar og umtalsverðrar lækkunar á húsnæðislánamarkaðinum eða ef þau telja að eiginfjárstaða bankans muni versna til muna. S&P gæti hækkað lánshæfismatseinkunn bankanna ef húsnæðislánamarkaðurinn nær stöðugleika samhliða stöðugri og góðri arðsemi bankanna. Eins yrði horft jákvæðum augum á áform um að viðhalda sterkari eiginfjárstöðu.