Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P Global Ratings metur umgjörð skilameðferðar fullnægjandi


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) tilkynnti í dag að fyrirtækið meti umgjörð skilameðferðar á Íslandi fullnægjandi. Tilkynningin kemur í kjölfar birtingar stefnu Seðlabanka Íslands um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) í desember 2021 og tilkynningar Seðlabanka Íslands varðandi samþykkt skilaáætlunar og ákvörðun um lágmarks MREL kröfu fyrir kerfislega mikilvæga banka á Íslandi þann 26. apríl síðastliðinn.

Fram kemur í tilkynningu S&P, að þrátt fyrir að búist sé við að íslenskir bankar hafi frest til janúar 2024 til að uppfylla lágmarkskröfur MREL, þá uppfyllir Íslandsbanki þær kröfur nú þegar.

Lánshæfismatseinkunn Íslandsbanka er óbreytt, BBB/A-2 með stöðugum horfum.

S&P hefur jafnframt veitt Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina BBB+/A-2 fyrir skuldir sem njóta verndar í skilameðferð (e. resolution counterparty ratings, RCR).