Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Skýrsla tilnefningarnefndar og upplýsingar um frambjóðendur


Stjórn Íslandsbanka hf. boðaði til aðalfundar bankans þann 23. febrúar sl. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022, kl. 16:00, í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík. Jafnframt er gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Atkvæðagreiðsla á fundinum fer eingöngu fram með rafrænum hætti.

Í samræmi við samþykktir bankans hefur bankinn starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu á aðalfundi bankans, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd og starfsreglur nefndarinnar má finna á vef bankans.

Með tilkynningu í kerfi Kauphallarinnar og auglýsingu á vefsíðu bankans þann 4. febrúar óskaði tilnefningarnefnd Íslandsbanka eftir framboðum til stjórnar til nefndarinnar fyrir 21. febrúar.

Bankasýsla ríkisins starfrækir sérstaka þriggja manna valnefnd sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd ríkisins í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Samkvæmt samningi milli Íslandsbanka og Bankasýslu ríkisins skulu tilnefningarnefnd bankans og valnefnd Bankasýslunnar tryggja að þegar kjósa skal í stjórn, séu í framboði til stjórnar hópur sem uppfylli á hverjum tíma ákvæði laga um samsetningu, bæði hvað varðar breidd þekkingar og kynjahlutfall.

Bankasýsla ríkisins skal tilnefna til kjörs stjórnarinnar það hlutfall stjórnarmanna sem samsvarar eignarhluta ríkisins þegar kjör stjórnar fer fram. Bankasýsla ríkisins hefur tilnefnt þá fjóra einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann, sem tilgreindir eru hér að neðan, Bankasýsla ríkisins tilnefnir ekki fleiri einstaklinga til kjörs en vann með tilnefningarnefnd bankans að tilnefningu á formanni stjórnar. Var það því í verkahring tilnefningarnefndar að tilnefna þrjá stjórnarmenn og einn til vara.

  • Anna Þórðardóttir, stjórnarmaður
  • Frosti Ólafsson, stjórnarmaður
  • Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarmaður
  • Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarmaður
  • Herdís Gunnarsdóttir, varastjórn

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem Bankasýsla ríkisins hefur tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka hf. á aðalfundi bankans 17. mars nk.

  • Finnur Árnason, stjórnarmaður
  • Ari Daníelsson, stjórnarmaður
  • Tanya Zharov, stjórnarmaður
  • Páll Grétar Steingrímsson, varastjórn

Tilnefningarnefnd, í samráði við Bankasýslu ríkisins, leggur jafnframt til að Finnur Árnason verði kjörinn formaður stjórnar.

Nánar er fjallað um framangreindar tillögur í skýrslu tilnefningarnefndar sem er meðfylgjandi.

Störf tilnefningarnefndar og skilafrestur umsókna til hennar takmarka ekki rétt frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar bankans áður en almennur framboðsfrestur rennur út, sem er fimm (5) dögum fyrir aðalfund bankans, þ.e. klukkan 16:00 þann 12. mars 2022. Frambjóðendur sem vilja skila inn framboði til stjórnar eru beðnir um að fylla út sérstakt eyðublað sem finna má á vef bankans.

Nánari upplýsingar veitir:


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengill


Senda tölvupóst
844 4033