Útibú Íslandsbanka verða lokuð á föstudaginn vegna kvennaverkfallsins

Föstudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu.


Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í baráttudeginum en vekur um leið athygli viðskiptavina á skertri þjónustu. Öll útibú bankans verða lokuð á föstudaginn og einnig verður skert þjónusta hjá Ergo. Ráðgjafaver bankans verður opið en viðskiptavinir mega búast við lengri bið eftir þjónustu.

Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta sér stafræna þjónustu bankans í appi og netbanka og Fróði verður til taks í netspjalli.