Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Það helsta í sjálfbærni árið 2019

Stjórn Íslandsbanka samþykkti nýja sjálfbærnistefnu í lok árs 2019 sem styður við hlutverk bankans um að vera hreyfiafl til góðra verka.


Stefnan miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS)

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna


Heimsmarkmiðin virka sem ein heild og styður Íslandsbanki við þau öll. Hins vegar til að skerpa á áherslum sínum hefur bankinn valið að styðja sérstaklega við fjögur þeirra

  • menntun fyrir alla
  • jafnrétti kynjanna
  • nýsköpun og uppbyggingu
  • aðgerðir í loftslagsmálum.

Íslandsbanki styður góð málefni í nærumhverfi sínu og á alþjóðavísu, ýmist með beinum styrkjum eða í gegnum samstarf. Leitast er við að styðja sérstaklega við málefni sem hafa skýra tengingu við þau heimsmarkmið SÞ sem bankinn hefur valið að styðja.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Nr. 4 Menntun fyrir alla


Um áraraðir hefur Íslandsbanki verið leiðandi í fjármálafræðslu og haldið á sjötta hundrað fræðslufundi og erindi undanfarin fimm ár fyrir um 30.000 gesti.

Nr. 5 Jafnrétti


Nr. 9 Nýsköpun


Íslandsbanki er stoltur bakhjarl frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi í gegnum Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka

Nr.13 Loftslagsmál


 

Íslandsbanki hefur mælt kolefnisspor sitt og mun setja sér markmið um að minnka það og kolefnisjafna á árinu 2020. Rúmlega 300 starfsmenn tóku þátt í Hjálparhönd á árinu og studdu þannig við fjölmörg af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Hjálparstarf


Íslandsbanki styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins með stuðningi við nokkur mikilvæg verkefni í Afríku.

Áheitamet slegið


Í ár söfnuðu hlauparar 167 milljónum króna til 181 góðgerðafélaga sem er nýtt met en í fyrra söfnuðust 157 milljónir króna sem var líka met. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæpan milljarð króna. Þátttakendur í hlaupinu voru um 14.000 í ár og hafa aldrei eins margir tekið þátt í 10 km og 3 km hlaupi. Hlaupið er orðið að lykilfjármögnunarviðburði fyrir fjölmörg góðgerðarfélög sem um leið styður við fjölmörg af heimsmarkmiðunum. Íslandsbanki er stoltur af stuðningi sínum við hlaupið og íslensk góðgerðarfélög.

  • 14.00 hlauparar tóku þátt í ár
  • Nýtt met í áheitum og söfnuðust 167 milljónir króna
  • Einn stærsti fjáröflunarviðburður góðgerðarfélaga sem um leið styðja við fjölmörg af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna