Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P veitir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf lánshæfiseinkunnina A

S&P Global Ratings (S&P) birti í dag lánshæfismat fyrir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf og hlýtur útgáfuramminn og útistandandi skuldabréf í íslenskum krónum lánshæfiseinkunnina A með stöðugum horfum.


S&P Global Ratings (S&P) birti í dag lánshæfismat fyrir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf og hlýtur útgáfuramminn og útistandandi skuldabréf í íslenskum krónum lánshæfiseinkunnina A með stöðugum horfum.

Regluverk sértryggðra skuldabréfa á Íslandi aðgreinir hinar sértryggðu eignir frá gjaldþrotaáhættu útgefandans. Sú aðgreining gerir það að verkum að S&P getur gefið útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf betri langtíma lánshæfiseinkunn en bankanum sjálfum, en lánshæfiseinkunn bankans er í dag BBB. Lánshæfiseinkunnin tekur einnig tillit til traustrar lagaumgjarðar um sértryggð skuldabréf á Íslandi sem og útlánaumgjarðar húsnæðislána bankans sem S&P telur varfærna.

Nánari upplýsingar:


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl