Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Reykjavíkurmaraþoninu aflýst

Hlauparar eru hvattir til að hlaupa sína leið og halda áfram að safna áheitum.


Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áframhaldandi sóttvarnaraðgerðir. 

Söfnunin á hlaupastyrkur.is skiptir góðgerðafélög afar miklu máli enda nemur heildarupphæð áheita, frá því áheitasöfnun hófst árið 2006, yfir einum milljarði króna.

Þó að ekki sé hægt að halda maraþonið í ár eru hlauparar hvattir til að hlaupa sína leið og halda áfram að safna áheitum. Einnig er hægt er að styrkja öll góðgerðafélögin með beinum framlögum með því að senda SMS skilaboð. 

Nánari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurmaraþonsins.