Í sjálfbærnimati Reitunar er horft til þriggja meginþátta sem eru, umhverfis- og félags- og stjórnarhættir. Hækkun á einkunn Íslandsbanka má rekja til bætingar á félags- og stjórnarháttum á milli ára.
Bankinn fékk 88 stig af 100 mögulegum. Í undirþáttum matsins fékk bankinn 95 stig fyrir umhverfisþætti, 92 fyrir félagsþætti og 85 fyrir stjórnarhætti. Í umsögn Reitunar kemur fram að hækkunina frá fyrra mati megi helst rekja til vandaðrar úrbótavinnu sem bankinn réðst í kjölfar máls hjá Seðlabanka Íslands. Íslandsbanki hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á sjálfbærnimál og endurheimtir bankinn nú aftur einkunnina A3 sem bankinn fékk síðast árið 2022.