Seljendur eru IS FAST-3 sérhæfður sjóður í stýringu hjá Íslandssjóðum.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu á félögunum 201 Hótel og L1100. Um er að ræða 102 herbergja, þriggja stjörnu hótel við Hlíðarsmára 5-7 Kópavogi. 201 Hótel ehf. heldur utan um rekstur hótelsins og L1100 ehf. á fasteigninni við Hlíðarsmára 5-7.
Reitir er eitt stærsta fasteignafélag landsins og er skráð í kauphöllinni. Flóra hotels er hótelrekstarfélag og rekur Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.
Við óskum seljendum 201 Hótel og kaupendunum Reitum og Flóru innilega til hamingju með viðskiptin og þökkum fyrir samstarfið.