Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Netgreiðslur staðfestar með rafrænum skilríkjum

Ýmsar netverslanir bjóða viðskiptavinum að staðfesta greiðslu þegar gengið er frá kaupum og til að auka öryggi korthafa þarf nú að nota rafræn skilríki til að staðfesta þær kortagreiðslur.


Áður þurftu korthafar að slá inn sérstakan kóða sem barst með sms skeyti.

Við kaup á vöru í netverslun birtist staðfestingargluggi með helstu upplýsingum um færslu og skilaboðum þess efnis að nauðsynlegt er að staðfesta greiðslu með rafrænum skilríkjum.

Korthafi fær í kjölfarið senda staðfestingarbeiðni í símann sinn sem samþykkt er með rafrænum skilríkjum.

Áður en færsla er staðfest er mikilvægt að fullvissa sig um að upplýsingar sem birtast séu réttar og að söluaðili, fjárhæð og gjaldmiðill sé réttur.