Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Óskum fyrirtækjunum okkar til hamingju 

Meirihluti framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo eru viðskiptavinir Íslandsbanka og óskum við þeim innilega til hamingju.


CreditInfo hefur um árabil unnið að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði í rekstri, gegnsæi, eiginfjárhlutfalli og fleiri þáttum sem meta afkomu fyrirtækja. 

Um 1.000 fyrirtæki af öllum stærðum flokkast sem framúrskarandi fyrirtæki. Starfsfólk Íslandsbanka óskar þeim öllum til hamingju með árangurinn og viðurkenninguna en meirihluti framúrskarandi fyrirtækja eru í viðskiptum við Íslandsbanka. Við erum afar stolt af því og óskum þeim og atvinnulífinu í heild góðs gengis á næstu mánuðum.