Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Nýr vefur Íslandsbanka

Nýr og glæsilegur vefur Íslandsbanka fór í loftið í dag. Vefurinn hefur verið endurhannaðar og forritaður frá grunni í samstarfi við Kolibri og Brandenburg en öll ásýnd vörumerkis okkar hefur verið uppfærð síðustu mánuði og vefurinn endurspeglar það nýja viðmót.


Við vinnu á vefnum var farið vel yfir hegðun, væntingar og þarfir viðskiptavina bankans í dag og framtíðarviðskiptavina. Þetta var gert með ítarlegum notendarannsóknum og þarfagreiningum. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við starfsfólk á öllum sviðum bankans og jafnframt tóku viðskiptavinir þátt í prófunum. Einfaldleikinn var látinn ráða för til þess að gera léttara undir efninu og um leið gera fjármál aðgengilegri fyrir notendur.  Innan tíðar verður allur vefurinn aðgengilegur á ensku. Þá var mikil áhersla lögð á að gera vefinn aðgengilegan öllum og voru þarfir einstaklinga með sérþarfir s.s. blindra og sjónskertra hafðar sérstaklega í huga.

Vefurinn mun áfram taka breytingum á næstu misserum og haldið verður áfram að þróa hann og betrumbæta. Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa einhverjar athugasemdir sem geta nýst við þessa vinnu í netfangið vefstjori@islandsbanki.is. Gamli vefurinn verður áfram aðgengilegur á slóðinni:
https://gamli.islandsbanki.is