Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi.


Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi.

Breytingarnar munu hafa áhrif á eftirfarandi verðtryggða reikninga Íslandsbanka; Framtíðarreikninga, Húsnæðissparnaðarreikninga VTR og Sparileiðir.

Hingað til hafa reglur um verðtryggða reikninga verið þannig að innstæða þeirra er laus í einn mánuð eftir umsaminn binditíma, en eftir það bundist aftur í fimm mánuði í senn og síðan losnað í einn mánuð aftur o.s.frv. Frá gildistöku hinna nýju reglna verður innstæða verðtryggðra reikninga laus í einn mánuð að loknum binditíma. Að þeim tíma liðnum binst innstæðan á ný og verður upp frá því uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara.

Hægt er að lesa nánar um nýju reglur Seðlabankans hér.