Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ný skýrsla um íbúðamarkaðinn

Greining Íslandsbanka hefur birt ítarlega skýrslu um íbúðamarkaðinn á Íslandi.


Skýrsluna má finna hér, en meðal þess helsta sem finna má í skýrslunni er:

  • 3% árlegri hækkun íbúðaverðs er spáð til ársins 2021. Raunverð standi svo gott sem í stað.
  • Framboð nýrra íbúða verður umtalsvert yfir langtímameðaltali (90%) á næstunni.
  • Aldrei áður hefur hærra hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins búið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.
  • Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 460 þús. kr. og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Sama á við um landsbyggðina þar sem verðið er 277 þús. kr. á fermetra.
  • Í núverandi uppsveiflu (2010-2019) hefur húsnæðisverð hækkað mest á Suðurlandi (7,6% að meðaltali á ári) en minnst á Norðurlandi (2,2%).
  • Smáíbúðaálag (undir 70 fermetrum) á höfuðborgarsvæðinu er 24% og er verðið orðið 20% hærra en það fór hæst í síðustu uppsveiflu (572þús kr. á fermetra).
  • Miðborgarálagið er 22%, en fór hæst í 32% árið 2015.
  • Skuldir heimilanna eru nú um 2.160 milljarðar og hafa lækkað um 400 milljarða, eða 16%, frá miðju ári 2018.
  • Hrein verðmætaaukning húsnæðiseigenda vegna hækkunar húsnæðisverðs nemur rúmum 1.400 mö. kr. í núverandi uppsveiflu.
  • Frá árinu 2010 hefur húsnæðisverð á Íslandi hækkað um 77% og hefur það hvergi innan Evrópu hækkað meira en hér. Á sama tíma hafa laun hækkað um 73%.
  • Hlutfall þeirra sem búavið íþyngjandi húsnæðiskostnað, óháð búsetuformi, nemur 6% hér á landi og er hlutfallið hærra í Svíþjóð (8%), Noregi (10%) og Danmörku (15%).

Nánari upplýsingar um skýrsluna


Elvar Orri Hreinsson

Sérfræðingur í Greiningu


Senda póst
844-4747