Fiskeldi mun standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar í fyrsta skiptið árið 2020 samkvæmt OECD og veiða Kínverjar nú meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og tæplega 7% á næsta ári.