Um er að ræða öryggisaðgerð vakni grunur um að einhver óboðinn, eða óprúttinn, hafi komist yfir aðgang notandans að appinu.
Um er að ræða nýja virkni sem þegar hefur verið tekin hefur verið í notkun. Á ensku er virkni eins og þessi stundum nefnd „kill switch“ og gæti nefnst „öryggisrofi“ á íslensku.
Viðbótin er skref til að auka öryggi viðskiptavina í rafrænum þjónustuleiðum bankans. Leiki grunur um innskráningu einhvers annars en aðgang á að hafa að appinu er notendum með virkninni hjálpað að bregðast fljótt við.
Til þess að loka fyrir aðgang er appið opnað og farið í valmyndina „Meira“ og svo „Stillingar“, en þar er valið „Skrá út af öllum tækjum“. Útskráningin er svo staðfest.
Með þessu er aðgangi að appinu lokað á öllum tækjum þar sem það hefur verið sett upp. Til að opna appið aftur þarf fulla innskráningu í hverju tæki, þar sem stuðst er við rafræn skilríki, auðkennis app eða notandanafn og lykilorð.