Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Nú sér fyrir endann á leiðréttingum

Íslandsbanki harmar vandræði sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa lent í vegna vandræða hjá fyrirtækjum sem annast greiðsluhirðingu við niðurfellingu aukastafa krónunnar í gengisútreikningum. Fyrir þeirra hönd biðst bankinn afsökunar á óþægindum sem þetta hefur valdið.


Góðu fréttirnar eru þó að nú sér fyrir endann á leiðréttingum vegna aukastafavillunnar. Í dag leiðréttir greiðsluhirðirinn Rapyd birtingu allra færslna frá því um helgina sem voru með aukanúllum. Sú leiðrétting verður sýnileg viðskiptavinum á morgun, fimmtudaginn 20.apríl. Leiðréttingar á hundraðföldum færslum voru hins vegar strax framkvæmdar sl. mánudag svo ekki hefði áhrif á ráðstöfun korta.

Birtingarmynd villna hjá Apple Pay og Google Pay hefur komið fram í hundraðfalt lægri upphæðum, en í gær var birting upphæða löguð og því réttar færsluupphæðir sem nú birtast.

Enn eru til skoðunar einstaka verslanir á Spáni sem boðið hafa upp á greiðslur í íslenskri mynt og þarf að velja evru sem greiðslumynt til að eiga í viðskiptum við þær. Viðskiptavinum er bent á að alla jafna er það líka hagstæðast að velja greiðslur í mynt þess lands þar sem kaup eiga sér stað.

Með þessu vonast bankinn til þess að vandræðum vegna breytinga á gengisútreikning í erlendra færslna sé lokið og óskar öllum gleðilegs sumars!