Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Norrænir forstjórar birta leiðarvísi um sjálfbær innkaup

Í samræmi við norræn gildi um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku ólíkra aðila, hafa Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð gefið út nýjan leiðarvísi, um sjálfbær innkaup.


Í samræmi við norræn gildi um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku ólíkra aðila, hafa Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð gefið út nýjan leiðarvísi, um sjálfbær innkaup. Í leiðarvísinum má finna hagnýt dæmi um aðgerðir sem fyrirtæki um allan heim geta tileinkað sér, auk ákalls um aðgerðir stjórnvalda á Norðurlöndum. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, eiga aðild að samtökunum.

Í ljósi þess að í apríl 2023 settu samtökin sér ný markmið fyrir innkaup og aðfangakeðju sem snýr meðal annars að sjálfbærri innkaupastefnu og siðareglum fyrir birgja sem og veita sjálfbærni vægi í innkaupaferlum, þá leggja norrænu forstjórarnir metnað sinn í að hraða framförum á þessu sviði.

Forstjórarnir níu leggja áherslu á að Norðurlöndin verði áfram leiðandi afl og öðrum fyrirmynd er kemur að því að stuðla að sjálfbærari framtíð. Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð telja fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki og leggja áherslu á að hvert einasta skref í virðiskeðjunni telur, frá innkaupum til viðskiptavinar.

Jón Guðni nefnir að Íslandsbanki vilji beita sér fyrir fyrirmyndarrekstri í íslensku atvinnulífi.

Hér má nálgast leiðarvísinn um sjálfbær innkaup.