Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa ISB CBF 27. Heildareftirspurn í útboðinu var 4.930 m.kr. á álagi á bilinu 0,25%-0,90% ofan á 1 mánaða REIBOR. Í heild bárust 21 tilboð á 0,44% vegnu meðaltalsálagi.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa ISB CBF 27. Heildareftirspurn í útboðinu var 4.930 m.kr. á álagi á bilinu 0,25%-0,90% ofan á 1 mánaða REIBOR. Í heild bárust 21 tilboð á 0,44% vegnu meðaltalsálagi.

Samþykkt tilboð voru samtals 1.620 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,40%. Bankinn gefur einnig út 8.380 m.kr. í flokknum til eigin nota. Útgefið nafnverð í flokknum verður 10.000 m.kr. eftir útgáfuna.Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 10. mars 2022.

Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar:


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl