Íslandsbanki hefur í dag tilkynnt niðurstöðu úr skilyrtu endurkaupatilboði til eigenda EUR 500.000.000 1,75% skuldabréfaútgáfu á gjalddaga 7. september 2020 (ISIN XS1484148157) sem tilkynnt var um 4. apríl 2019 þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Tilboðið var háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboði (e. Tender Offer Memorandum) dagsettu 4. apríl 2019.
Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð EUR 400.335.000 og samþykkti tilboð að upphæð EUR 300.000.000.
Nánari upplýsingar um niðurstöðu endurkaupatilboðsins er að finna í tilkynningu sem birt var í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð.