Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa 22. janúar 2020

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 4.500 m.kr.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Heildareftirspurn í útboðinu var 4.500 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISLA CB 21 voru samtals 400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,61%. Heildartilboð voru 560 m.kr. á bilinu 3,60% -3,67%. Heildarstærð flokksins verður 5.180 m.kr. eftir útgáfuna.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISLA CB 23 voru samtals 1.280 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,90%. Heildartilboð voru 1.280 m.kr. á bilinu 3,87% - 3,91%. Heildarstærð flokksins verður 21.680 m.kr. eftir útgáfuna.

Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISLA CBI 28 voru samtals 2.400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,58%. Heildartilboð voru 2.560 m.kr. á bilinu 1,50% - 1,60%. Heildarstærð flokksins verður 17.820 m.kr. eftir útgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 29. janúar 2020.