Við opnum aftur mánudaginn 25. nóvember eftir smávægilegar breytingar og hlökkum til að taka vel á móti viðskiptavinum okkar.
Hraðbankinn fyrir framan útibúið verður opinn þessa daga og þar er hægt að:
- Taka út seðla
- Millifæra
- Greiða reikninga
Hvað geturðu gert á meðan?
Hægt er að sinna allri almennri bankaþjónustu í appinu
Næsta útibú Íslandsbanka er í Norðurturni við Smáralind í Kópavogi
Ráðgjafaver Íslandsbanka: 440-4000
Við flytjum saman!
Það verður meira líf og fjör í Strandgötunni eftir framkvæmdir, þar sem Íslandsbanki og þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar munu deila saman húsnæðinu. Þessar breytingar og framkvæmdir í salnum munu taka lengri tíma, og má því gera ráð fyrir smá ónæði í húsinu á meðan á þeim stendur.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og þökkum skilning þinn á meðan við vinnum að því að bæta aðstöðuna og þjónustuna á Strandgötu.