Georg veit hvað klukkan slær

Georg og klukkan er frábært app fyrir alla krakka sem langar að læra og æfa sig á klukku.


Nú þegar skólarnir eru að byrja aftur eftir sumarfrí þá viljum við vekja athygli á appinu Georg og klukkan sem er frábært app fyrir alla krakka sem langar að læra og æfa sig á klukku.

Virkni appsins er í þremur hlutum: Læra, æfa og leika. Í fyrsta hluta fræðir Georg börnin um hvernig klukka virkar. Í öðrum hluta fá þau tækifæri á að leysa sjálf verkefni tengd klukkunni. Þar safna þau stigum sem þau geta nýtt sér í klukkubúðinni, keypt mismunandi form og liti af klukkum sem verður þeirra klukka í appinu. Þriðji hlutinn er leikur tengdur klukkuæfingum.

Þú getur kynnt þér öll Georgsöppin á vef Georgs og félaga.

Georg og klukkan