Kampavín er frábrugðið öðru freyðivíni að því leyti að það kemur aðeins frá Champagne-héraðinu í Frakklandi og er framleitt með flóknari aðferð en annað freyðivín. Vínið er því býsna takmörkuð gæði og hátt verð á því í samanburði við annað freyðivín endurspeglar þá staðreynd.
Sala á kampavíni hefur tilhneigingu til að aukast í góðæri og dragast saman í niðursveiflu. Því er, að minnsta kosti til gamans, hægt að líta á sölu kampavíns sem vísbendingu um viðhorf almennings um stöðu og horfur í hagkerfinu.
Fólk er almennt líklegra til að gera sér glaðan dag og splæsa í kampavínsflösku þegar vel árar, en þetta var einmitt raunin árin fyrir efnahagshrun. Á góðærisárinu stóra 2007 seldi ÁTVR um 16 þúsund lítra af kampavíni eða 22.106 flöskur og var það metár í kampavínssölu. Þess skal þó geta að í þessum tölum er hvorki sala veitingastaða né innflutningur einstaklinga.