Pistillinn birtist fyrst sem innslag í Vellinum á Símanum sporti.
Meðal leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni fær umtalsvert hærri laun en launahæsti forstjórinn í íslensku viðskiptalífi, eða um 36 milljónir króna á mánuði.
Launin eru langhæst á Englandi og þriðjungi hærri en á Spáni, þar sem meðallaun eru næst hæst, en þar með er auðvitað ekki öll sagan sögð.