Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íþaka fasteignir ehf. gefur út skuldabréfaflokkinn ITHAKA 070627

Íþaka fasteignir ehf. (www.ithaka.is) lauk nýverið endurfjármögnun á hluta af lánasafni félagsins með sölu á skuldabréfum að fjárhæð um þrír milljarðar króna, í formi skuldabréfaflokksins ITHAKA 070627.


Íþaka fasteignir ehf. (www.ithaka.is) lauk nýverið endurfjármögnun á hluta af lánasafni félagsins með sölu á skuldabréfum að fjárhæð um þrír milljarðar króna, í formi skuldabréfaflokksins ITHAKA 070627.  Um er að ræða verðtryggðan jafngreiðsluflokk, með lokagjalddaga eftir fimm ár. Eru skuldabréfin gefin út á ávöxtunarkröfunni 1,73%. Óskað verður eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið. Er þetta annar skuldabréfaflokkur Íþöku, en félagið gaf út á árinu 2021 skuldabréfaflokkinn ITHAKA 291128.

Eignasafn Íþöku fasteigna er í dag um 70 þúsund fermetrar að stærð og samanstendur af vel staðsettum útleigueignum á höfuðborgarsvæðinu. Um 62% eignasafnsins er í hágæða skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, um 24% í hóteleignum og um 8% í iðnaðarhúsnæði. Helstu eignir félagsins eru Katrínartún 4, Þórunnartún 1, Þórunnartún 2, Grjótháls 5, Lyngháls 4, Fossháls 17-25, Dragháls 18-16  og Norðlingabraut 12, auk annarra eigna. Leigjendur félagsins eru öflugir, en um helming leigutekna má beint eða óbeint rekja til opinberra aðila og félaga með skráða fjármálagerninga.

Íslandsbanki var ráðgjafi Íþöku fasteigna og hafði umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta, auk þess sem LEX Lögmannsstofa sinnir veðgæslu fyrir hönd skuldabréfaeigenda og Ernst og Young annast staðfestingu á útreikningum fjárhagslegra skilyrða skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, gunnarvalur@ithaka.is, s: 822 4403