- Við spáum um 3% árlegri hækkun íbúðaverðs til 2021 og að raunverð svo gott sem standi í stað á sama tímabili.
- Langtímameðaltal fjölda íbúða í byggingu er 2.300 íbúðir. Talning Samtaka Iðnaðarins (SI) gerir ráð fyrir um 5.000 íbúðum í byggingu.
- Fullbyggðar íbúðir sem hafa komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í núverandi uppsveiflu nema einungis um 950, eða um 21% undir langtímameðaltali og 38% undir meðaltali í síðustu uppsveiflu.
- Dýrustu íbúðir landsins eru sem fyrr staðsettar í miðbæ Reykjavíkur en þar er meðalfermetraverð um 564 þús. kr. um þessar mundir.
- Lífeyrissjóðir eru nú beinir mótaðilar 21% af skuldum heimilanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Hlutfallið hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2016 (úr 10% í 21%).
- Hlutfall aðila sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, óháð búsetuformi, nemur 6% hér á landi og er hlutfallið hærra í Svíþjóð (8%), Noregi (10%) og Danmörk (15%).
Íslenskur íbúðamarkaður 2019
Í skýrslunni eru m.a. hagnýt ráð fyrir kaupendur, hvaða þættir hafa áhrif á íbúðaverð, hvernig íbúðaverð hefur verið að þróast og hvernig íbúðamarkaðurinn á Íslandi stendur í alþjóðlegu samhengi.
Myndband
Hvert stefnir og hvað er helst að frétta af íbúðarmarkaðinum?