Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslenskur íbúðamarkaður 2018

Í skýrslunni eru m.a. hagnýt ráð fyrir kaupendur, hvaða þættir hafa áhrif á íbúðaverð, hvernig íbúðaverð hefur verið að þróast og hvernig íbúðamarkaðurinn á Íslandi stendur í alþjóðlegu samhengi.


Brot af því besta

  • Við spáum hækkun íbúðaverðs um 8,2% á þessu ári, 5,5% á því næsta og 4,4% árið 2020. Raunverð mun að okkar mati hækka um 5,6% á þessu ári, 2,0% á næsta ári og 1,2% á árinu 2020.
  • Hlutfall íbúðaverðs og launa var um 10% yfir langtímameðaltali á síðastliðnu ári. Til samanburðar þá fór hlutfallið hæst í 29% yfir meðaltal í síðustu uppsveiflu og var því talsvert erfiðara að kaupa húsnæði þá en í dag miðað við laun.
  • Það hefur aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign miðað við laun. Hlutfall launa aðila á algengum fyrstu kaupa aldri og verðs á smærri eignum var um 31% yfir langtímameðaltali á síðastliðnu ári og hefur það aldrei verið hærra.
  • Raunverð húsnæðis hefur hækkað næst mest hér á landi, á eftir Indlandi frá árinu 2010 á alþjóðavísu. Raunverð hefur til að mynda hækkað 1,5 sinnum meira en í Svíþjóð, 2,2 sinnum meira en í Noregi og rúmlega fjórfalt meira en í Danmörku.
  • Langflestir eða um 90% leigjenda telja að óhagstætt sé að vera á leigumarkaðinum. Yfirgnæfandi meirihluti aðila á leigumarkaði væri því heldur til í annað búsetuform sem bendir til þess að leiguhúsnæði sé ill nauðsyn fremur en valkostur
  • Hlutfall aðila sem búa við íþyngjandi leigukostnað er 17% hér á landi en það er til að mynda u.þ.b. tvisvar sinnum hærra í Danmörku, Noregi og í Bretlandi og um níu prósentustigum hærra að meðaltali hjá aðildarþjóðum ESB.

Sækja skýrslu (PDF)