Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki veitti ráðgjöf við fasteignakaup Regins

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi Regins hf. við nýafstaðin kaup á fasteignum að andvirði tæplega 5,6 milljarða króna í miðbæ Reykjavíkur.


Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi Regins hf. við nýafstaðin kaup á fasteignum að andvirði tæplega 5,6 milljarða króna í miðbæ Reykjavíkur.

Kaupsamningur vegna fasteignanna Hafnarstræti 17-19, Hafnarstræti 18 og Þingholtsstræti 2-4, var undirritaður núna 1. júní, en kauptilboð í fasteignirnar var undirritað í apríl síðastliðnum.

Afhending á eignunum fór fram samhliða undirritun, að undanskildu Hafnarstræti 18, sem verður afhent 1. september næstkomandi. Fram hefur komið í tilkynningum vegna kaupanna að heildarvirði eignanna nemi alls 5.550 milljónum króna og að áætlaðar leigutekjur, miðað við fulla útleigu fasteignanna, nemi á ársgrundvelli 440 milljónum króna. Áætluð leiguarðsemi (e. yield) er 6,5%.

„Heildarfermetrafjöldi fasteignanna er 6.777 m2, að stærstum hluta hótel og gististarfsemi. Leigutakar eru sjö talsins og þar af er Flugleiðahótel hf. stærsti leigutakinn með langtíma leigusamning í fasteigninni Hafnarstræti 17-19 þar sem rekið er hótelið Reykjavík Konsúlat,“ að því er fram kemur í tilkynningu Regins.