Íslandsbanki varar við svikasímtölum

Við vörum við svikasímtölum í nafni Microsoft sem hafa verið að berast viðskiptavinum.


Borið hefur á því að óprúttnir aðilar séu að reyna að svíkja út pening með því að segjast vera að hringja frá Microsoft. Svikahrapparnir tala ensku með hreim en þeir hringja bæði úr erlendum og að því virðist innlendum símanúmerum. Svikahrapparnir reyna að telja fólki trú um að þeir séu að gæta öryggis í tölvu eða netbúnaði hjá viðkomandi. Þá reyna þeir að setja upp yfirtökuforrit að nafni AnyDesk eða álíka forrit líkt og Teamviewer. Ekki undir neinum kringumstæðum skal setja upp slíkan búnað fyrir svikahrappa þar sem tilgangur þess er að taka yfir tölvuna. Hafir þú sett upp yfirtökuforritið þarf að rjúfa nettengingu og taka netbeini úr sambandi.

Ekki gefa upp neinar greiðslu- eða persónuupplýsingar, hægt er að frysta greiðslukort í Íslandsbankaappinu en ef þú hefur grun um að þú hafir lent í svikum þá er hægt að hringja í Íslandsbanka allan sólarhringinn í S: 440-4000.