Textaskilaboðin byrja á "Halló mamma" eða "Hæ pabbi" og kveðst vera barn viðtakanda sem er búið að fá nýtt símanúmer. Tilgangurinn er að blekkja viðtakanda um að barn þurfi hjálp foreldrisins til að greiða reikning. Í kjölfarið er svo óskað eftir bankaupplýsingum og kortanúmerum.
Hvernig á að forðast þessi svik?
- Alltaf staðfesta óvæntar breytingar á símanúmerum með því að hringja í fjölskyldumeðliminn í upprunalega símanúmerið, á öðrum samfélagsmiðlum eða í persónu.