Íslandsbanki varar við svikaskilaboðum 

Við vörum við óprúttnum svikahröppum sem þykjast vera börn til að svíkja út fé frá foreldrum í gegnum textaskilaboð. 


Textaskilaboðin byrja á "Halló mamma" eða "Hæ pabbi" og kveðst vera barn viðtakanda sem er búið að fá nýtt símanúmer. Tilgangurinn er að blekkja viðtakanda um að barn þurfi hjálp foreldrisins til að greiða reikning. Í kjölfarið er svo óskað eftir bankaupplýsingum og kortanúmerum. 


Hvernig á að forðast þessi svik?

  • Alltaf staðfesta óvæntar breytingar á símanúmerum með því að hringja í fjölskyldumeðliminn í upprunalega símanúmerið, á öðrum samfélagsmiðlum eða í persónu. 

Íslandsbanki varar við svikaskilaboðum 

Hvað átt þú að gera ef þú lendir í svikum?

Ef þú lentir í svikum og gafst upp greiðslukortið þitt og aðrar bankaupplýsingar eða heimilaðir innskráningu með rafrænum skilríkjum þá skaltu gera eftirfarandi

  • Frysta öll greiðslukort í appinu.
  • Skrá út öll innskráð tæki í appinu. Velja "Meira" niðri í hægra horninu í appinu og ýta þar á tannhjólið. Þar getur þú valið "Skrá út úr öllum tækjum".
  • Hringja strax í 440-4000, neyðarþjónustu Íslandsbanka sem er opinn allan sólarhringinn fyrir neyðartilfelli.