Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki tilnefndur til vefverðlauna

Vefur Íslandsbanka hefur hlotið tilnefningu sem Fyrirtækjavefur ársins í flokki stórra fyrirtækja í vali Íslensku vefverðlaunanna.


Vefur Íslandsbanka hefur hlotið tilnefningu sem Fyrirtækjavefur ársins í flokki stórra fyrirtækja í vali Íslensku vefverðlaunanna. Að verðlaununum standa Samtök vefiðnaðarins (SVEF), en það eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Markmið samtakanna er að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

Tilkynning úrslita og afhending verðlauna fer fram á verðlaunahátíð Íslensku vefverðlaunanna í Gamla bíói 31. mars næstkomandi.

Alls eru 65 verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2022, en tilnefnt er í þrettán flokkum. Flokkunum er ætlað að endurspegla breidd þeirra verkefna sem íslenskur vefiðnaður kemur að.

Tilnefnir í sama flokki og vefur Íslandsbanka eru vefir EVE Online, Landsbankans, Landsvirkjunar og Dominos.       

 

Flokkarnir sem veitt eru verðlaun fyrir eru:

  • App ársins
  • Efnis- og fréttaveita ársins
  • Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
  • Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
  • Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
  • Gæluverkefni ársins
  • Opinberi vefur ársins
  • Samfélagsvefur ársins
  • Markaðsvefur ársins
  • Söluvefur ársins
  • Stafræn lausn ársins
  • Tæknilausn ársins
  • Vefkerfi ársins

Þá veitir dómnefnd verðlaun fyrir verkefni ársins, hönnun og viðmót ársins og viðurkenningu fyrir gott aðgengi á vef. Þau verðlaun fá verkefni sem dómnefndin telur hafa skarað fram úr öðrum.

 

Frekari upplýsingar um Íslensku vefverðlaunin er að finna hér: https://www.svef.is/verdlaun/