Íslandsbanki tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 500 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 1,75% vexti og er á gjalddaga 7. september 2020. Útistandandi höfuðstóll skuldabréfsins er í dag 200 milljónir evra.
Endurkaupatilboðið er liður í virkri stýringu efnahagsreiknings Íslandsbanka.
Tilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupalýsingu (e. Tender Offer Memorandum) sem bankinn hefur tekið saman og dagsett er 29. nóvember 2019.
Tilboðið til skuldabréfaeigenda mun gilda til klukkan 17:00 þann 6. desember 2019. Niðurstaða verður tilkynnt 9. desember 2019 og uppgjör fer fram 11. desember 2019.
Umsjónaraðilar með endurkaupunum fyrir hönd bankans eru NatWest Markets og UBS.
Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Lucid Issuer Services Limited (netfang: islandsbanki@lucid-is.com, sími: +44 20 7704 0880)