Þessi nýja þjónusta hentar fyrir innskráningu og undirritun í öllum dreifileiðum Íslandsbanka og hentar vel fyrir þá sem ekki geta fengið rafræn skilríki á SIM korti. Auðkennisappið virkar á netsambandi og þarf ekki símasamband til að appið virki til auðkenningar. Hér er því á ferðinni frábær þjónustuviðbót fyrir viðskiptavini sem ekki komast í stöðugt og gott símasamband, eins og til dæmis sjómenn og viðskiptavini erlendis sem hafa átt í erfiðleikum með rafræn skilríki.
Þróunarvinna við þessa bættu þjónustu hefur staðið yfir undanfarna mánuði en Auðkennisappið má sækja í bæði App store og Play store. Varan verður kynnt nánar á vef Íslandsbanka á næstunni og mun taka við af eldri auðkenningarleið með auðkennislykli.