Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki stærstur á skuldabréfamarkaði

Íslandsbanki var með hæstu hlutdeild í veltu á skuldabréfamarkaði í júní en hlutdeild bankans var 19,7% í mánuðinum.


Hlutdeild Íslandsbanka á hlutabréfamarkaði í júní var 23,1% og var bankinn með næstmestu veltu á hlutabréfamarkaði í mánuðinum. Íslandsbanki hefur verið í sókn frá áramótum en hlutdeild bankans í veltu á fyrri árshelmingi var 18,7% á skuldabréfamarkaði og 19,1% á hlutabréfamarkaði. Íslandsbanki var þannig með hæstu hlutdeild allra á skuldabréfamarkaði frá áramótum og þá næst mestu á hlutabréfamarkaði.