Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki stærstur á hlutabréfamarkaði í október

Heildarviðskipti með hlutabréf námu 48,2 milljörðum króna í mánuðinum, sem er 18,4% aukning á milli mánaða og 17% aukning á milli ára


Íslandsbanki var með mestu hlutdeildina í veltu á hlutabréfamarkaði í október. Hlutdeild bankans var 29,1% í mánuðinum en þar á eftir var Arion banki með 19,6% og Kvika með 14,2%. Samkvæmt mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar námu heildarviðskipti með hlutabréf 48,2 milljörðum króna í mánuðinum, sem er 18,4% aukning á milli mánaða og 17% aukning á milli ára. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,6% í október og hefur hækkað um 22,6% það sem af er ári.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 105,8 milljörðum króna, sem er 24% samdráttur á milli mánaða en 2% aukning á milli ára. Þegar litið er til hlutdeildar á skuldabréfamarkaði er Íslandsbanki með næstmestu hlutdeildina það sem ef er ári, eða 17,7%.